sunnudagur, nóvember 18

just like u said it would be...

ný mynd.. ofsalega fín mynd..tekin af svona líka fínum strák... af svona líka fínum kossi og fínu pari...

ég hef yfirleitt verið bloggarinn sem er í ástarsorg eða að tala um að strákar séu ömurlegir og eigi sér einskins von eða ég er að deita og er í spígati að vexa mig því ég þarf að vera "fullkomin".
en nú er ég annar bloggari.
ég er latur bloggari.
ég er bloggari sem er ástfangin.
meira að segja af rauðhaus sem finnst ég vera "fullkomin". þrátt fyrir að 4 aukahár hafi mætt á svæðið.
(auðvitað á ég bókað í vax á morgun, ég er ekki ein af þeim sem bara lets it all go; honestly, smá meira traust...)

en þetta er nýtt..
ohh já. enginn drami. það er nýtt.
allt er bara... gott. það er víst kallað það. hann er bara eðlilegur og skemmtilegur og yndislegur og góður. og ég er alveg eins. ég er eins og ég er með stelpunum. ekki það að hann sé stelpulegur, alls ekki. en hann bara lætur mér líða þannig. ég er bara ég.
og apperently er ég væmin penni.

spurning hvað gerist þá fyrir þessa síðu?
kannski best að orða það þannig að ég sé róleg í hjartanu. það gerist ekki oft fyrir þessa stelpu.

svarið hefur verið bara beint undir nebbanum mínum allan tímann, lá dulið í genunum mínum; rauðhaus, það var það sem vantaði.

jæja, eflaust einhver farin frá þessari lesningu en hvað um það, fyrir þá sem vilja lesa áfram...

hann á afmæli 9.des. glöggir muna að ég á afmæli 10.des. og verð 25 ára, no more no less. allavega ég er búin að ákveða afmælisgjöfina hans og mér finnst hún mega flott. mér finnst ég toppa allt ég er svo sniðug. þá reyndar man ég eftir því að ofboðslega oft finnst mér ég vera mega sniðug í gjafavali og alveg right on en þiggjandinn er bara ekki sammála. vonandi verður það ekki tilfellið núna. hmm.
en þá kemur spurninginn líka, hversu mikið má maður eyða í fyrstu jóla&afmælsigjöfina?
með eyða þá meina ég líka tíma og tilfinningum.

ég persónulega er þeirrar skoðunnar að afmælisgjöfin á að vera stærri gjöf en jólagjöfin. ef þú spáir í því þá meikar það meira sense. afmælisdagurinn er eini dagurinn sem maður á aleinn. enginn tekur af manni afmælisdaginn og þá eru allir bara að gefa afmælisbarninu gjafir en ekki allri fjölskyldunni eins og á jólunum. það er því eðlilegra að afmælisjgafir eru stærri en jólagjafir.
það er mín skoðun amk.
og því fór ég eftir því.
nú vantar mig bara að skipuleggja eitthvað sniðugt...
verst er að hann er eiginlega sniðugari en ég í svona hlutum.. sjáum til..

ég grét yfir grays í dag. ég grét næstum yfir fyrirlestrinum hans Chris Gardner í gær á starfsdeginum í vinnunni. Chris Gardner er sémsagt maðurinn sem myndin Pursuit of Happyness var byggð á. Hann var víst líka í Oprah um daginn. Alveg magnað að heyra hann tala af algerri einlægni um líf sitt á Wall street sem heimilislaus einstæður faðir.. alveg ótrúlegt.
eitt brot
"I bet your all wondering what happend to my ex?"
"well, who cares?!"

"If I had had a girl first I would have thought my boy was retarded but.."
ótrúlegur maður.
impraði mjög á því yndislega lífi sem fylgir því að vera foreldri. hmm. og að elta drauminn sinn og missa aldrei trúnna.

ætlaði að djamma í gær en beilaði rétt um eittleytið eftir um klst veru á B5, það er bara eitthvað aðeins of mikið snobb við þennan stað og tónlistin er léleg og drykkirnir eru dýrir. svo ég fór heim að sofa.
ákvað að taka leigubíl. finnst sniðugara að splæsa í 700-800 kr frekar en að vera misþyrmt í húsasundi. passaði mig á því að tala skýrt við leigubílstjórann svo hann væri heldur ekki einn af þeim sem myndi hugsa um að reyna að misþyrma mig. reyndist vera ágætis maður sem hafði áhyggjur af feitum stelpum á djamminu. honum fannst kvennpeningurinn vera orðin of feitur. athyglisvert vissulega. ég bað hann vinsamlegast um að skutla mér kjallarmegin og bíða þangað til ég væri komin inn. hann gerði það.
lenti reyndar fyrr um kvöldið á konu leigubílstjóra. leist svoldið vel á það. mín reynsla af leigubílstjórum er sú að þær eru kurteisari og virða það að maður nenni ekki að tala og svo er betri lykt af þeim og þar með inni í bílnum þeirra. ég lendi ofsalega oft á mjög dónalegum leigubílstjórum sem af er vond lykt. ég hef oft spáð í að kvarta en hef ekki látið verða af því...
lenti meira að segja í einu um daginn
"vinnuru hérna?"
"já"
"ég ætti að rukka þig meira, setja auka 20% á reikninginn víst þú vinnur hérna"
"$#%/(!!"
"ertu að fokking grínast?!"

dyr skellast og ég labba út með nótuna og kortið í hendinni alveg spinnigal.

nóg röfl. rómantík og röfl; hjónaband?

í fjarsambandi við útlönd. fer þangað í næstu viku. nánar tiltekið á miðvikudaginn og ég get ekki beðið. hann keypti miða handa okkur á Dirty Dancind show-ið um kvöldið og ég GET EKKI BEÐIÐ!
Fyrst var það Svanavatnið í Rússlandi, Ást á Íslandi og nú Dirty Dancing í London; me like alot!
þetta verður algert æði. við ætlum að ferðast um í sleik (eins og við þekkjum og kunnum) og hemmi ætlar að túristat með mig um alla borgina. seinast þegar ég fór til london var með elsu minni á interrailinu miklar árið 2000... við túristuðumst ekki mikið í þeirri ferð, það verður að segjast.

kannski réttast að telja upp stefnumótaröðina okkar?
móskarðshnjúkar, göngutúr um esjuna í hælum eftir ísbíltúr, st.pétursborg í rússlandi, útskriftarveislan mín á íslandi, hringurinn um ísland, dinner með tengdó og svo london...

nokkuð gott bara..

dinner með tengdó var annað. ég hef ekki mikla æfingu í slíku. ég hef átt tengdó en ég sinnti þeim ekki. kannski var það feimni, pottþétt einhver óþroski og kannski smá áhugaleysi, fannst þessi hlið ekki koma mér við.. kjánalegt ég veit.
en nú var það öðruvísi. ég var búin að telja mér trú um að ég væri bara ekki góð tengdadóttir.
en allt kom fyrir ekki...
ég NEGLDI þetta matarboð :)
og það besta var að mér fannst það æði.
mér fannst ótrúlega gaman að fá að vera "hluti af" nýrri fjölskyldu. þetta var allt saman svo notalegt. ég meira að segja vaskaði upp og kom með blóm og hjálpaði til við að taka af borðinu.. ég; hver hefði trúað?

best að fara skúra eða eitthvað
láta tímann líða þangað til ég fer í kúrið og kósíheitin með rauðhausnum mínum

pistilinn sem var útumallt..

siggadögg
-sem er í jólaskapi-

5 ummæli:

eks sagði...

Tíhíhíhíhí


:)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað fyrsti kommentarinn er right on!!!!
Mig langaði bara að segja þér aftur, hvað ég er glöð fyrir þína hönd elskan mín.
Takk fyrir gott spjall í gær.. sit hér á náttfötum og bíð eftir að píparinn kom og tengi þvottavélina mína fallegu nýju og heittelskuðu! Ég get ekki beðið eftir því að setja hana í gang!
Góða ferð - Roberto Cavalli er með línu í HogM, þú verður að tékka á honum. Sá það er ég fletti Marie Clarie blaðinu sem Frikki kom með fyrir mig. Agalega flottir aukahlutir og fleira...

Bleeeeess

Nafnlaus sagði...

Æjjj.. auðvitað er Elsa right on, en ég átti s.s. við bloggvin þinn Crescenet!

eks sagði...

HA HA HA HA HA ég er alltaf right on..... !

Kleina sagði...

auðvitað er rauðhært fólk best... ég hefði nú getað sagt þér það. Gott að heyra að lífið sé svona gott yfir jólin, mér finnst að allir eigi að eiga kærasta yfir jólin.